Hofsstaðaskóli

Ný viðbygging við Hofsstaðaskóla hefur verið tekin í notkun. Nýbyggingin er um 1100 að stærð, á tveimur hæðum. Á neðri hæð eru nýjar verkgreinastofur þ.e. stofur fyrir náttúrfræði, heimilisfræði, myndmennt, smíði og textíl. Á efri hæð eru fyrst og fremst ný stjórnunarrými svo sem afgreiðsla, skrifstofur og aðstaða starfsmanna. Hurðir og gluggar í stálkörmum, rennihurðir og fleira er frá AXIS.