fbpx

INNIHURÐIR / ELDVARNARHURÐIR

AXIS framleiðir bæði eldvarnarhurðir og hefðbundnar hurðir úr tré í verksmiðju sinni. Að auki býður AXIS upp á hurðalausnir frá DALOC sem er sænskur stálhurðaframleiðandi og PORTA sem er pólskur hurðaframleiðandi. AXIS er einnig umboðsaðili TECKENTRUP á Íslandi. Eldvarnarhurðir eru fáanlegar úr áli, stáli og massívar, með gleri og án. 

REMA

Frá ítalska framleiðandanum REMA eru í boði stálkarmar, framleiddir í mörgum útgáfum og til margvíslegra nota. Meðal verkefna má nefna tónlistarhúsið Hörpu og Blue Lagoon Hotel og Spa við Bláa lónið. REMA karmar henta fyrir sjúkrahús, hjúkrunarheimili, dvalarheimili, skóla og leikskóla þar sem kröfur eru gerðar um klemmuvarnir. Einnig má nefna banka, flugvelli, hótel, sundlaugar o.fl.

Vefsíða REMA

XINNIX

Belgíski framleiðandinn XINNIX Door Systems sérhæfir sig í álkörmum sem eru eingöngu til innbyggingar í veggi, faldir karmar, t.d. notað í Sjóböðunum á Húsavík.

Vefsíða XINNIX

Nánari upplýsingar um fyrirtækjalausnir AXIS veitir Ingvar Magnússon í tölvupósti eða síma 535-4314.