Persónuvernd

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR

Allar persónulegar upplýsingar um kaupanda á vefsvæðinu axis.is (Axis-húsgögn ehf.) verður farið með í samræmi við lög og reglur um meðferð persónulegra upplýsinga eins og þær eru á hverjum tíma.

AXIS (axis.is) hefur hins vegar leyfi til að nýta upplýsingar til markaðsrannsókna ef svo ber undir og þá með bætta þjónustu við kaupendur að leiðarljósi. Upplýsingar verða aftur á móti aldrei seldar eða gefnar þriðja aðila.

Kaupandi hefur rétt til að fá að sjá þær upplýsingar sem AXIS (axis.is) hefur um hann. Hafi kaupandi eitthvað út á þær að setja, hefur hann rétt til að fá þær leiðréttar eða afmáðar án kostnaðar.

Tölvupóstur og viðhengi hans sem starfsfólk AXIS (axis.is) sendir gætu innihaldið trúnaðarupplýsingar eingöngu ætlaðar þeim sem hann er stílaður á. Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án heimildar tekur við tölvupóstinum, skal fara eftir 2. mgr. 44. gr. laga nr.107/1999 um fjarskipti og gæta fyllsta trúnaðar og tilkynna sendanda samstundis að upplýsingarnar hafi ranglega borist sér.

Viðskiptaskilmálar fyrir vefverslun og útfyllt form AXIS (Axis-húsgögn ehf.) á axis.is eða í tölvupósti.