fbpx

TEIKNIFORRIT FYRIR FATASKÁPA

Hér er getur þú skipulagt þinn fataskáp m.v. staðlaðar AXIS fataskápaeiningar. Viðmótið er notendavænt og skýrir sig sjálft fyrir flesta. Veldu skápa sem henta og raðaðu þeim saman. Kostnaðarútreikningur birtist á skjánum m.v. þitt val. Athugið að verð í teikniforritinu er vísbending um verð en er svo endanlega staðfest af sölumanni AXIS.

  1. Opnaðu fataskápakerfið í fullum skjá (Smelltu á kassalaga táknið næst efst til hægri í kerfinu).
  2. Settu inn stærð og lögun herbergis, tilgreindu mál o.s.frv.
  3. Veldu skápa og hurðir eða rennihurðir fyrir fataskápinn. Finndu einingar með hillum, skúffum, körfum o.s.frv.
  4. Vistaðu þá útgáfu sem þú vilt panta. Veldu “Fá staðfest verðtilboð frá AXIS” eða sendu okkur PDF skjalið á axis@axis.is og við sendum til baka staðfest verð, pöntunarnúmer og reikningsnúmer til að ganga frá kaupum.

Fyrirvari: Öll verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur, myndvillur eða annað sem viðkemur teikniforriti fyrir AXIS fataskápa á vefnum.

Persónuvernd og skilmálar: Með því að halda áfram, samþykkir þú vinnslu persónuupplýsinga þinna í samræmi við persónuverndaryfirlýsingu okkar og skilmála.

Athugið: Kerfið er ekki hugsað til að vinna í snjallsíma / spjaldtölvu. Ef þú vilt skipuleggja og raða saman AXIS fatakápaeiningum sjálfur, skaltu einfaldlega fara á síðuna í tölvu með mús til að geta notað allar skipulagsaðgerðir.

Smelltu á táknið “fylla út í skjá” í teikniforritinu.

Táknið er næst efst til hægri í kerfinu hér fyrir ofan.