Norðlingaskóli

Norðlingaskóli tók nýlega í notkun skólaborð og stóla frá AXIS. Skólahúsgögnin eru staðsett í skólastofu sem ber nafnið Markendi og er stofan notuð í ýmsum fögum og tómstundum.

Um er að ræða fjölnota BYLGJU borð sem raða má saman á ýmsa vegu. Borðin eru á hjólum sem gerir þau meðfærileg. Stólarnir bera nafnið LAUF og eru mjög léttir og sveigjanlegir. Norðlingaskóli tók einnig í notkun tvo EINRÚM sófa sem gerðir eru úr hljóðdempandi efnum. Sófarnir skapa hljóðskjól sem skapar næði fyrir samræður o.fl. Hönnuður húsgagnanna er Sturla Már Jónsson, húsgagna- og innanhússarkitekt.

Bæði nemendur og starfsfólk eru yfir sig ánægð með nýju húsgögnin segir Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla. „Þau eru ekki bara litrík og falleg heldur henta þau sérlega vel því sveigjanlega skólastarfi sem fram fer í skólanum. Það er hreint frábært að geta með lítilli fyrirhöfn breytt allri uppröðun í stofunni á skömmum tíma auk þess sem þessi nýju húsgögn eru “eitthvað svo glaðleg” svo vitnað sé í einn nemandann.“ segir Sif.