Stólar

LAUF er lína af sterkum og sveigjanlegum stólum sem fá má í ýmsum útfærslum. Stólarnir eru léttir, meðfæranlegir og staflanlegir. Mismunandi gerðir af stelli má fá undir stólana, í krómi eða sérlit, allt eftir þörfum hvers og eins. Stólarnir eru fjölnota, með fjaðrandi baki og fáanlegir í fimm litum. 100% endurvinnanlegt efni er í stólunum og þeir uppfylla staðal EN-1729 fyrir skólahúsgögn. Hjólavagn er fáanlegur fyrir staflanlega LAUF stóla.

Hér fyrir neðan má sjá teikningar sem sýna ýmsar útfærslur á skólastólum.

Á myndbandinu hér fyrir neðan má sjá LAUF á meðal nýrra AXIS húsgagna sem kynnt voru á HönnunarMars 2013.

 

Á myndbandinu hér fyrir neðan má sjá LAUF stóla og fjölnotaborð í húsgagnalínunni BYLGJA.

Hönnuður húsgagnanna er Sturla Már Jónsson, húsgagna- og innanhússarkitekt.

Sjá nánar um leikskólastóla hér.

Sjá nánar í bæklingum:

LAUF    LAUF – Leikskólastólar   STRENDINGUR   YFIRLIT