Sérsmíði

Þrátt fyrir að AXIS sé framleiðsluvætt fyrirtæki og búið öflugum tækjum til fjöldaframleiðslu, þá hefur fyrirtækið einnig mjög vel búna sérsmíðadeild. Sérsmíðaverkefni eru í höndum 7 reyndra smiða og unnin hvort heldur í tengslum við aðra framleiðslu fyrirtækisins eða séróskir viðskiptavina. Unnið er eftir teikningum arkitekta eða útfærslum hönnuða AXIS í samráði við viðskiptavini fyrirtækisins.