fbpx

KERFISVEGGIR OG FELLIVEGGIR

AXIS býður ýmsar útfærslur af kerfis- og felliveggjum úr gleri og gifsi. Hægt er að færa til kerfisveggi úr gleri og gifsi, sem auðveldar breytingar. Vinna með glerveggi er mun hreinlegri og snyrtilegri en vinna með gifs. Með þessu leitast AXIS við að bjóða aukna þjónustu til fyrirtækja og stofnana.

DEKO

AXIS er umboðsaðili DEKO á Íslandi en DEKO er danskur framleiðandi kerfis- og felliveggja. Frá árinu 1984 og til dagsins í dag eru yfir 700 fyrirtæki og stofnanir á Íslandi sem hafa valið kerfisveggi og hurðalausnir frá DEKO.

Vefsíða DEKO

FECO

AXIS er umboðsaðili FECO, sem er þýskur framleiðandi gifs-og glerkerfisveggja. FECO lausnir hafa verið settar upp hjá t.d. Íslenskri erfðagreiningu og Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Vefsíða FECO

ESPERO

AXIS er umboðsaðili hollenska framleiðandans ESPERO, sem býður upp á felliveggjalausnir sem eru víða í notkun hér á landi.

Vefsíða ESPERO

XINNIX

Belgíski framleiðandinn XINNIX Door Systems sérhæfir sig í álkörmum sem eru eingöngu til innbyggingar í veggi, faldir karmar, t.d. notað í Sjóböðunum á Húsavík.

Vefsíða XINNIX

REMA

Frá ítalska framleiðandanum REMA eru í boði stálkarmar, framleiddir í mörgum útgáfum og til margvíslegra nota. Meðal verkefna má nefna tónlistarhúsið Hörpu og Blue Lagoon Hotel og Spa við Bláa lónið. REMA karmar henta fyrir sjúkrahús, hjúkrunarheimili, dvalarheimili, skóla og leikskóla þar sem kröfur eru gerðar um klemmuvarnir. Einnig má nefna banka, flugvelli, hótel, sundlaugar o.fl.

Vefsíða REMA

ELDVARNARHURÐIR / INNIHURÐIR

AXIS framleiðir bæði eldvarnarhurðir og hefðbundnar hurðir úr tré í verksmiðju sinni. Að auki býður AXIS upp á hurðalausnir frá DALOC sem er sænskur stálhurðaframleiðandi og PORTA sem er pólskur hurðaframleiðandi. AXIS er einnig umboðsaðili TECKENTRUP á Íslandi. Eldvarnarhurðir eru fáanlegar úr áli, stáli og massívar, með gleri og án. 

Hér fyrir neðan má sjá nokkur myndasöfn fyrri verka.

Nánari upplýsingar um fyrirtækjalausnir AXIS veitir Ingvar Magnússon í tölvupósti eða síma 535-4314.