Verktakar

AXIS starfar mikið með byggingaverktökum og framleiðir innréttingar og skápa í heilu fjölbýlishúsin. Verktökum stendur til boða aðstoð hönnuða AXIS, við að teikna upp og útfæra innréttingar og skápa. Eldhúsinnréttingar AXIS eru fjölbreyttar og til í ýmsum útfærslum og viðartegundum. Sama má segja um baðinnréttingar og vandaðar innihurðir sem eru framleiddar í mismunandi viðartegundum og útliti. Þá framleiðir AXIS mikið úrval fataskápa í mörgum stærðum og gerðum í miklum gæðum og á hagstæðu verði.