BORÐ / SKÓLABORÐ
STEMMA er lína af skrifstofu- og skólahúsgögnum sem uppfyllir evrópska staðla um vinnustöðvar í skólum. STEMMA húsgögn eru heildarlausn fyrir skrifstofuna og skólann, hvort sem leitað er að borðum, hillum eða stólum.
STEMMA skrifborðin í línunni eru einföld, létt og áferðarfalleg. Þau fást í mörgum útfærslum, með skúffum, skilrúmum og fjölbreyttu úrvali aukahluta. STEMMA er vönduð íslensk framleiðsla á litríkum húsgögnum sem hressa upp á umhverfið. Borðin bjóða upp á margvíslega uppröðunarmöguleika og hægt er að fá borðplötur og hliðarborð í mörgum stærðum. Skilrúmin eru gegnsæ og hljóðdempandi.
BYLGJA er lína af fjölnota borðum sem raðast saman á ýmsa vegu. Borðin eru á hjólum sem gerir þau meðfærileg.
Einnig eru fáanleg leikskólaborð og stillanleg borð með plastlögðum borðplötum eða með hljóðdempandi linoleum borðplötum.
Hér fyrir neðan má sjá teikningar af skólaborðum.
Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá fjölnotaborð í húsgagnalínunni BYLGJA og LAUF stóla.
Hönnuður húsgagnanna er Sturla Már Jónsson, húsgagna- og innanhússarkitekt.