Þann 27. apríl 2018 var fyrsta skóflustunga tekin að 128 íbúðum við Elliðabraut 12-22 í Reykjavík. Um er að ræða stærsta einstaka verkefni sem MótX hefur ráðist í og hefur verið vandað til verka við allan undirbúning og framkvæmdir frá upphafi.
Fjölbýlishúsin eru sex talsins með alls 128 íbúðum. MótX og AXIS eru í samstarfi við að innrétta húsin og verða allar íbúðirnar með innréttingum og hurðum frá AXIS. Vinna við að innrétta fyrsta húsið af sex er hafin og uppsetningarmenn AXIS byrjaðir að setja upp innréttingar.
MótX og AXIS hafa átt í farsælu samstarfi frá árinu 2013. Meðal bygginga MótX með innréttingum frá AXIS má nefna:
Austurkór 3A (sambýli), Árskógar 1-3, Bæjarlind 7-9, Kópavogstún 10-12, Vefarastræti 28-30, Vogatunga (raðhús og parhús), Þorrasalir 9-11 og nú Elliðabraut 12-22 í Norðlingaholti.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá fyrstu skóflustungu, stjórnendum MótX og AXIS og síðast en ekki síst myndir frá framkvæmdum ásamt tölvuteikningum af fullbúnum fjölbýlishúsum og íbúðum.