Lyftiborð

Hvers vegna lyftiborð?

Hvað ávinnist með því að breyta stöðu skrifborðsins og standa við það hluta vinnudagsins? 

Með því að breyta um vinnustöðu má draga verulega úr líkum á álagsverkjum sér í lagi bakóþægindum.
Fyrir þann sem fundið hefur fyrir bakverkjum dregur það úr óþægindum að standa uppréttur við vinnuna hluta dagsins auk þess sem það getur flýtt bata. Starfsfólk er mismunandi hávaxið og því bætir það mjög vinnuaðstöðu þess að geta stillt skrifborðið í þá hæð sem hentar hverjum og einum.
Lyftiborð_001_2013
Rafmagnsfærsla á borðunum gerir það jafnframt mjög auðvelt að breyta vinnuhæðinni og eykur líkur á að borðin sé ætíð rétt stillt fyrir hvern og einn. Einnig getur rafmagnsfærslan auðveldað aðganga fólks í hjólastólum inn í vinnuaðstöðuna. Færsla á vinnuhæð borða er mjög heppileg á vinnustöðum þar sem fólk deilir vinnuaðstöðu þ.e. ef fleiri en einn eru um sama skrifborðið (“hot-desking”). Þægindi við vinnuna auka afköst. Breytt líkamsstaða við vinnuna endurnýjar einbeitingu. Ör tækniþróun gerir það að verkum að rafmagnsfærð borð eru ekki lengur munaður heldur hagkvæm fjárfesting í heilsu starfsmannsins.

Hvergi í lögum er það áskilið að starfsmaður skuli eiga möguleika á að lyfta skrifborði svo standa megi við það hluta dags. Hins vegar er það áskilið í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980, að atvinnurekandi tryggi ætíð góðan aðbúnað starfsmanna sinna. Ráðgjafar og sérfræðingar um vinnuvernd eru sammála um að fyrir þann sem vinnur við skrifborð fullan vinnudag sé hægt að draga verulega úr líkum á þreytu og álagsverkjum á liði og stoðkerfi með því standa við vinnu sína hluta dagsins. 

Innan Evrópusambandsins er í gildi staðall nr. EN 527-1 um gerð slíks útbúnaðar og samræmist framleiðsla Axis þeim staðli.