fbpx

INNRÉTTINGAR OG LITIR

Í sýningarsal AXIS á Smiðjuvegi 9 má sjá sýnishorn af innréttingum. Sumir velja innréttingar í ákveðnum litum og aðrir viðaráferð. Þá er einnig hægt að blanda saman litum og viðaráferð. Litaval á veggi í kringum innréttingar hefur áhrif á heildarmyndina.

Innanhússhönnun er ákveðin list sem sameinar smekk og óskir hvers og eins, í bland við tískustrauma og áhrifa úr umhverfinu. Gott flæði og litasamsetning skiptir máli þar sem við verjum tíma okkar og gæðastundum.

Innréttingin hér fyrir neðan er með borðplötu og aðfelldan vask í sama lit, úr möttu efni. Innréttingaljósin setja einnig mark sitt á innréttinguna.

Skipulag í skápum og skúffum skiptir máli. Mjúklokaðar skúffur, hillur eða íhlutir í skápa, sorpflokkun, innbyggður ísskápur eða ekki o.fl. Ef við viljum vera skipulögð, þá veljum við hnífaparabakka og aðrar lausnir í eldhúsinnréttinguna til að auðvelda okkur hlutina.