fbpx

Íslensk húsgögn og íslenskir munir á Bessastöðum

Stóllinn Geir ásamt borði í stíl, hefur verið valinn til sýningar í Bessastaðastofu haustið 2022. Steve Christer arkitekt hjá Studio Granda hannaði húsgögnin sem eru eingöngu úr íslensku hráefni.

Húsgögnin eru gerð úr íslensku birki, sauðskinni, ull og grágrýti. Geir Oddgeirsson sá um þróun og smíði frumgerðar. Framleiðsla fór fram hjá AXIS, sauðskinnsleður er frá Brákarey, GÁ húsgögn sáu um bólstrun og steinplata er frá SteinKompaníinu.

Vefsíður aðila sem tengjast GEIR eru:

axis.is
brakarey.is
gahusgogn.is
grein.is
steinkompaniid.is
studiogranda.is

Myndir frá framleiðsluferlinu í AXIS