MK 40 ára

Þann 20. september 2013 var haldið upp á 40 ára afmæli Menntaskólans í Kópavogi. Af því tilefni var opnað nýtt upplýsingaver í skólanum. Mennta- og menningarmálaráðerra, Illugi Gunnarsson og formaður nemendaráðs MK, Metúsalem Björnsson klipptu á borða og opnuðu upplýsingaverið formlega. Skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, Margrét Friðriksdóttir stýrði athöfninni.

Meðal gesta af þessu tilefni voru fulltrúar nemenda, stjórnendur og starfsmenn MK, þingmenn, ráðherra og bæjarstjórn Kópavogs ásamt öðrum gestum. Fyrr um daginn var afmælisveisla fyrir nemendur skólans þar sem boðið var upp á afmælisköku og eðaldrykkinn Traustvekjandi auk þess sem afmælissöngurinn var sunginn.

Arkitektastofa Benjamíns Magnússonar sá um hönnun á rými upplýsingaversins og teikningu á tölvuborðum og afgreiðslu. AXIS sá um smíði á tölvuborðum og afgreiðsluborði í upplýsingaverið auk þess sem stólarnir LAUF frá AXIS eru á meðal húsgagna í upplýsingaverinu. Stólinn LAUF hannaði Sturla Már Jónsson húsgagna- og innanhússarkitekt.

 

 

 

Scroll to Top
AXIS
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.