Myndbönd

HönnunarMars 2014 fór fram dagana 27. – 30. mars. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem tekið var upp í Hörpu, þar sem kynnt voru AXIS húsgögn sem Sturla Már Jónsson húsgagna- og innanhússarkitekt hannaði.

 
 

BYLGJA er heiti á fjölnota borðum frá AXIS. Borðin raðast saman á ótal vegu. Þau eru á hjólum og því létt og meðfærileg. LAUF er heiti á fjölnota stól frá AXIS. Stóllinn er léttur, meðfærilegur og staflanlegur auk þess að uppfylla staðal EN-1729 fyrir skólahúsgögn.

 
 

Hér eru sýnd ný AXIS húsgögn sem Sturla Már Jónsson húsgagna- og innanhússarkitekt hannaði. Myndbandið er tekið á sýningarsvæði AXIS á HönnunarMars sem fram fór í Hörpu dagana 14. – 17. mars 2013.

 
 

Hér má sjá kynningarmyndband um starfsemi og þjónustu AXIS.

 
 

AXIS tók þátt í fræðsluþætti um nýsköpun og þróunarstarf í íslenskum iðnaði. Ari Trausti Guðmundsson og Valdimar Leifsson gerðu þáttinn sem framleiddur var fyrir Samtök iðnaðarins og RÚV.