Nýr íbúðakjarni

Ás styrktarfélag hefur tekið í notkun nýjan íbúðakjarna að Lautarvegi 18 í Reykjavík. Íbúðakjarninn þjónar einstaklingum með þroskahömlun. Húsið er allt hið glæsilegasta með sex fullbúnum íbúðum auk starfsmannaaðstöðu. Allar innréttingar, skápar og hurðir í íbúðunum eru frá AXIS húsgögnum.

Ás styrktarfélag var stofnað þann 23. mars 1958 sem Styrktarfélag vangefinna. Hjá félaginu starfa um 270 starfsmenn. Þjónustustaðir félagsins eru víðsvegar í Reykjavík og Kópavogi. Um 237 einstaklingar með þroskahömlun njóta þjónustu félagsins. Auk þess sem Ás styrktarfélag býður upp á búsetu í íbúðakjörnum og sambýlum, þá eru í boði svokölluð dagtilboð hjá félaginu, en það eru vinnu og virknitilboð fyrir einstaklinga.

Íbúðarkjarninn að Lautarvegi 18 var tekinn í notkun þann 27. september síðastliðinn.

Scroll to Top
AXIS
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.