Ás styrktarfélag hefur tekið í notkun nýjan íbúðakjarna að Lautarvegi 18 í Reykjavík. Íbúðakjarninn þjónar einstaklingum með þroskahömlun. Húsið er allt hið glæsilegasta með sex fullbúnum íbúðum auk starfsmannaaðstöðu. Allar innréttingar, skápar og hurðir í íbúðunum eru frá AXIS húsgögnum.
Ás styrktarfélag var stofnað þann 23. mars 1958 sem Styrktarfélag vangefinna. Hjá félaginu starfa um 270 starfsmenn. Þjónustustaðir félagsins eru víðsvegar í Reykjavík og Kópavogi. Um 237 einstaklingar með þroskahömlun njóta þjónustu félagsins. Auk þess sem Ás styrktarfélag býður upp á búsetu í íbúðakjörnum og sambýlum, þá eru í boði svokölluð dagtilboð hjá félaginu, en það eru vinnu og virknitilboð fyrir einstaklinga.
Íbúðarkjarninn að Lautarvegi 18 var tekinn í notkun þann 27. september síðastliðinn.