fbpx

Nýr leikskóli í Reykjavík

Framkvæmdum fer senn að ljúka við nýjan leikskóla við Kleppsveg 150-152, Brákarborg Klöpp, sem mun heyra undir leikskólann Brákarborg. Með tilkomu hans verður Brákarborg sex deilda leikskóli í tveimur húsum sem rúma mun alls 160-170 börn og uppfylla allar nútímakröfur. Stefnt er að því að leikskólinn taki til starfa í september 2022.

AXIS smíðaði allar hurðir og rennihurðir í húsnæðið ásamt því að smíða og setja upp glerkerfisveggi sem gera rými bjartari og skemmtilegri.

Leikskóli við Kleppsveg
Leikskóli við Kleppsveg