Starfsmaður AXIS, Einar Páll Þórðarson, tók þátt í útskriftarsýningu nemenda í húsgagnasmíði við Tækniskólann, sem haldin var nýverið. Einar Páll hefur verið á samningi hjá AXIS samhliða námi og hefur þannig unnið og lært hjá fyrirtækinu á sama tíma.
AXIS leggur áherslu á faglega menntun, þekkingu og þróun innan húsgagnasmíði og er ánægjulegt að sjá nemendur tengja nám sitt beint við raunverkefni og störf í greininni.

Nánari upplýsingar má lesa í frétt Tækniskólans hér: Útskriftarsýning húsgagnasmíði – Tækniskólinn


