fbpx

Borgarhverfið 201 Smári er nútímalegt og uppfyllir þarfir þeirra sem telja mikilvægt að nýta vel og njóta alls þess sem þeir eiga, fermetra jafnt sem tímann.

Þekkingarfyrirtækið Klasi hefur stýrt þróun, hönnun og uppbyggingu íbúðaverkefna ásamt því að vinna að þróun nýrra byggða á skipulags- og framkvæmdastigi. 201 Smári er stærsta verkefni Klasa um þessar mundir. Hverfið er sunnan við Smáralindina og verða um 675 íbúðir byggðar auk verslunar, þjónustu og gerð miðbæjartorgs sem hefur fengið nafnið Sunnutorg.

Sunnusmári 19-21, 23 og 25 er hluti af öðrum áfanga 201 Smára hverfisins og í þeim hluta eru innréttingar í íbúðum frá AXIS húsgögnum. ÍAV sér um byggingarframkvæmdir fyrir Klasa.