Nýtt fjölbýlishús við Háteigsveg 59 hefur verið tekið í notkun af Félagsbústöðum. Húsið er hannað með það að markmiði að skapa heilsusamlegt og sjálfbært umhverfi, með sérstakri áherslu á birtu, loftgæði og vel skipulögð rými sem auka lífsgæði íbúa.
Innréttingar í öllum íbúðum eru frá AXIS og gegna mikilvægu hlutverki í þessu verkefni. Lausnirnar eru sérsniðnar með sjálfbærni og fagurfræði í fyrirrúmi. Með íslenskri framleiðslu, vönduðum efnum sem uppfylla kröfur Svansvottaðra verkefna og ströngum umhverfisstöðlum dregur AXIS úr kolefnisspori samanborið við innfluttar innréttingar. AXIS leggur þannig ríka áherslu á sjálfbærni og ábyrgð í allri framleiðslu sinni.