Vistvæn hönnun með vellíðan íbúa í fyrirrúmi

Nýtt fjölbýlishús við Háteigsveg 59 hefur verið tekið í notkun af Félagsbústöðum. Húsið er hannað með það að markmiði að skapa heilsusamlegt og sjálfbært umhverfi, með sérstakri áherslu á birtu, loftgæði og vel skipulögð rými sem auka lífsgæði íbúa.

Innréttingar í öllum íbúðum eru frá AXIS og gegna mikilvægu hlutverki í þessu verkefni. Lausnirnar eru sérsniðnar með sjálfbærni og fagurfræði í fyrirrúmi. Með íslenskri framleiðslu, vönduðum efnum sem uppfylla kröfur Svansvottaðra verkefna og ströngum umhverfisstöðlum dregur AXIS úr kolefnisspori samanborið við innfluttar innréttingar. AXIS leggur þannig ríka áherslu á sjálfbærni og ábyrgð í allri framleiðslu sinni.

Scroll to Top
AXIS
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.