Afhending íbúða við Kópavogstún

Afhending á glæsilegum íbúðum við Kópavogstún 10-12 er hafin. Um er að ræða nýtt og vel staðsett fjölbýlishús í vesturbæ Kópavogs, sem er fimm hæða lyftuhús með 29 íbúðum og lokuðu bílskýli.

Eldhúsinnréttingar með steinborðplötum auk innihurða og fataskápa í herbergjum og forstofu eru frá AXIS. Sjá nánar á myndum hér fyrir neðan.

Byggingaraðili er MótX ehf.