Árskógar 1-3

Framkvæmdum við byggingu tveggja fjölbýlishúsa við Árskóga 1-3 í Suður Mjódd fer senn að ljúka og áætluð afhending íbúðanna er 1. júlí og 1. ágúst 2019. Um er að ræða 68 íbúðir fyrir 60 ára og eldri auk bílskýlis. Það er byggingafélagið MótX sem hefur annast framkvæmdir fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB). Íbúðirnar eru á bilinu 65-130 m² og markmið FEB að í húsunum fari saman gæði og hagkvæmni, íbúum til hagsbóta. Arkitekt bygginganna er ARKÍS arkitektar. Allar innréttingar, hurðir og glerveggir milli hæða eru frá AXIS.