AXIS opnar endurnýjaðan sýningarsal

Eftir að hafa lokið umfangsmiklum breytingum á sýningarrýminu hjá AXIS var ákveðið að slá upp veislu og fagna árangrinum og gleðjast yfir vorkomunni.

Á haustmánuðum 2008 var ákveðið hjá AXIS að ráðast í umfangsmiklar breytingar á sýningarsölum fyrirtækisins. Efri hæð hússins var endurbyggð algerlega, skipt um glugga og útveggir endurbyggðir. Auk þess var skipt um loftaefni, gólfefni og fleira. Árangur var glæsilegur og full ástæða til að gleðjast.