Bæjarlind 7-9 er 42 íbúða fjölbýlishús í Kópavogi. Eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar, fataskápar og forstofuskápar eru frá AXIS. Innréttingarnar eru spónlagðar með dökkri Mokka eik og einnig sprautulakkaðar hvítar með djúpmattri áferð. Granít borðplötur eru frá S. Helgasyni.
Íbúðirnar eru bjartar og rúmgóðar í ýmsum stærðum og gerðum. Flestar hafa þær suðursvalir. Með víxlun massa og fléttusamsetningu svala skapast gott næði á svölum fyrir íbúa. Í kjallara er bifreiðageymsla ásamt annarri sameign og geymslum íbúa. Húsið eru steinsteypt og klædd veðurkápu úr viðhaldsfríu efni.
Markmið hönnunar hússins var að skapa einstaka og metnaðarfulla umgjörð með sterka ímynd og vera um leið áberandi kennileiti í nýju hverfi. Byggingaraðili er MótX.