Gerplustræti 35-37

Afhending íbúða í fjölbýlishúsi við Gerplustræti 35-37 í Mosfellsbæ er að hefjast. Allar innréttingar og hurðir eru frá AXIS. Innréttingar eru lakkaðar með djúpmattri áferð í hvítum og gráum lit eftir íbúðum. Borðplötur eru þykkar með Tobacco eik og fataskápar sömuleiðis. Innihurðir eru sprautulakkaðar í hvítum lit. Byggingaraðili er Mannverk.