Grettisgata 4

ÍAV hefur byggt nýtt sjö íbúða fjölbýlishús við Grettisgötu 4 í Reykjavík. Arkitekt er Ingimundur Sveinsson og allar innréttingar og hurðir eru sérsmíðaðar af AXIS samkvæmt hönnun hans. Notuð var djúpmött lökkuð áferð á innréttingar og hurðir. Fataskápar eru með speglum og rennihurðum. Íbúðirnar verða leigðar út.