Hljóðsófinn Einrúm hefur fengið góðar viðtökur frá því hann var kynntur á HönnunarMars 2013. Framleiðsla gengur vel og afhending er hafin til viðskiptavina AXIS. Fyrstu sófarnir voru afhentir á veitingahúsið og kaffibarinn Munnhörpuna þar sem sófinn sómir sér vel í skemmtilegu umhverfi á jarðhæð Hörpu. Hér má sjá myndir af sófanum í Munnhörpunni og Háskólanum í Reykjavík.
Sturla Már Jónsson, húsgagna- og innanhússarkitekt hannaði Einrúm sem er sófi úr hljóðísogsefni sem býr til hljóðskjól í miðjum skarkala opinna rýma auk þess að bæta hljóðvist rýmisins. Sófann er hægt að fá í ýmsum litasamsetningum.