Einrúm sófar afhentir

Hljóðsófinn Einrúm hefur fengið góðar viðtökur frá því hann var kynntur á HönnunarMars 2013. Framleiðsla gengur vel og afhending er hafin til viðskiptavina AXIS. Fyrstu sófarnir voru afhentir á veitingahúsið og kaffibarinn Munnhörpuna þar sem sófinn sómir sér vel í skemmtilegu umhverfi á jarðhæð Hörpu. Hér má sjá myndir af sófanum í Munnhörpunni og Háskólanum í Reykjavík.

Sturla Már Jónsson, húsgagna- og innanhússarkitekt hannaði Einrúm sem er sófi úr hljóðísogsefni sem býr til hljóðskjól í miðjum skarkala opinna rýma auk þess að bæta hljóðvist rýmisins. Sófann er hægt að fá í ýmsum litasamsetningum.


 

Scroll to Top
AXIS
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.