Framkvæmdir ganga vel

Framkvæmdir við nýtt skrifstofuhúsnæði í Skaftahlíð 24 fyrir Landspítann ganga vel. Til stendur að allt verði klárt fyrir 1. júlí 2019. Skrifstofur LSH flytjast í Skaftahlíð en voru áður á Eiríksgötu.

Um er að ræða tvær byggingarnar við Skaftahlíð sem áður hýstu 365 miðla. Reitir eiga húsnæðið og leigja Landspítalanum með langtímaleigusamningi.

Verktakafyrirtækið J.E. Skjanni sér um breytingar á húsunum fyrir Reiti. AXIS kemur við sögu með uppsetningu á kerfisveggjum úr gleri og hurðum.

Sjá nánar hjá Reitir fasteignafélag hér: https://www.reitir.is/is/moya/news/landspitali-leigir-i-skaftahlid