Glæsilegar íbúðir við Hringhamar

Í maí 2024 eru væntanlegar til afhendingar glæsilegar íbúðir við Hringhamar á Hamranessvæðinu í Hafnarfirði. Um er að ræða fjölbýlishús sem að staðsett eru innarlega (austarlega) í hverfinu, í fallegri, skjólgóðri skál í landslaginu, nálægt þar sem að Ásvallabrautin kemur inn i hverfið úr Ásahverfinu í Hafnarfirði. Umhverfið er því hlýlegt og húsin liggja sérstaklega vel við samgöngum.

Byggingaraðili er MótX og allar innréttingar í íbúðunum eru frá AXIS.

Nánari upplýsingar má sjá á vefsíðunni Hringhamar.is