Heimsóknir

AXIS er opið fyrir heimsóknum skólanema, fyrirtækja o.fl. Algengt er að gestir komi til að skoða verksmiðju fyrirtækisins og er AXIS boðið og búið að sýna og kynna starfsemi sína fyrir áhugasömum.

Nýlega hafa heimsótt AXIS nemar frá Listaháskóla Íslands og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem skoðuðu verksmiðju fyrirtækisins og einnig starfsmenn MótX. Þá hafa nemar í Tækniskólanum, Fjölbrautaskóla Norðurlands og Iðnskólanum í Hafnarfirði lagt leið sína í AXIS ásamt mörgum öðrum.

Ljósmyndari slóst með í för þegar starfsmenn MótX skoðuðu verksmiðju AXIS á dögunum og má sjá myndir af því tilefni hér fyrir neðan.