Lauf stólar á Orgatec í Köln

Lauf stólar og auglýsingaefni tengt þeim var til sýnis á Orgatec í Köln, stærstu stofnanahúsgagnasýningu í Evrópu. Skeljarnar sem notaðar eru á Lauf stólana eru framleiddar í Hollandi en framleiðandi þeirra valdi Lauf stóla á sýningarsvæði sitt í Köln til að sýna vel heppnaða vöru.

Kynningarefni AXIS þykir einnig vel heppnað og voru stórar myndir úr því á veggjum sýningarsvæðisins og í kynningarefni framleiðandans. Hvort tveggja vakti mikla athygli og er litið á það sem viðurkenningu á hönnun stólsins og vinnu AXIS við markaðsetningu hans hér á landi. Laufstólarnir eru sem kunnugt er hannaðir af Sturlu Má Jónssyni, húsgagna- og innanhússarkitekt fyrir AXIS.

 

 

 

Scroll to Top
AXIS
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.