Jólastyrkur 2014 í stað jólakorta

AXIS styrkir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs fyrir jólin í stað þess að senda út jólakort.

Nefndin var stofnuð árið 1968 af Kvenfélagasambandi Kópavogs og starfar hún innan vébanda þess. Tilgangur nefndarinnar er líknarstarfsemi, sem felst í því að styrkja þá sem minna mega sín og eru búsettir í bæjarfélaginu. Úthlutun styrkja fer eftir fjárhagsaðstæðum nefndarinnar.

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs sækir um styrki til fyrirtækja, ríkis, bæjarins og með annarskonar fjáröflun, ef þurfa þykir. Einnig veitir nefndin móttöku áheitum, gjöfum og minningargjöfum til eflingar starfsins.

Nánari upplýsingar um Mæðrastyrksnefnd Kópavogs er að finna á vefsíðu þeirra.

slider