Lauf stólar á Orgatec í Köln

Lauf stólar og auglýsingaefni tengt þeim var til sýnis á Orgatec í Köln, stærstu stofnanahúsgagnasýningu í Evrópu. Skeljarnar sem notaðar eru á Lauf stólana eru framleiddar í Hollandi en framleiðandi þeirra valdi Lauf stóla á sýningarsvæði sitt í Köln til að sýna vel heppnaða vöru.

Kynningarefni AXIS þykir einnig vel heppnað og voru stórar myndir úr því á veggjum sýningarsvæðisins og í kynningarefni framleiðandans. Hvort tveggja vakti mikla athygli og er litið á það sem viðurkenningu á hönnun stólsins og vinnu AXIS við markaðsetningu hans hér á landi. Laufstólarnir eru sem kunnugt er hannaðir af Sturlu Má Jónssyni, húsgagna- og innanhússarkitekt fyrir AXIS.