Hjá AXIS starfar metnaðarfullt og hæft starfsfólk. Í verksmiðju AXIS fer fram íslensk framleiðsla á húsgögnum og innréttingum, þar sem meistarar í húsgagnasmíði ásamt öðrum iðnaðarmönnum eru við störf. Í þeirra höndum verða hugmyndir og hönnun að veruleika. Það er sjaldan sem viðskiptavinir AXIS og aðrir geta séð það sem fram fer í verksmiðjunni, en hér má sjá myndir sem sýna nokkra starfsmenn AXIS að störfum í hjarta fyrirtækisins auk annars sem fyrir augu ber tengt húsgagnaiðnaði.