Höfðabakki 9

Skrifstofur ÍAV hafa verið fluttar á nýjan stað, að Höfðabakka 9 í Reykjavík. Húsnæðið hefur verið endurhannað og m.a. settir upp glerkerfisveggir og karmar frá DEKO, sem AXIS hefur umboð fyrir á Íslandi.

Hurðarblöð eru framleidd af AXIS og allt sett upp af uppsetningarmönnum AXIS. Hurðir í glerveggjakerfi eru Rw 35dB og glerið er Rw 39 dB. Eldvarnarhurðir eru EI 30 og EI 60.

AXIS óskar ÍAV til hamingju með nýju skrifstofurnar.