Framúrskarandi frá upphafi

AXIS hefur hlotið viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi árið 2018 og hefur því verið í hópi framúrskarandi fyrirtækja frá upphafi. Einungis 75 fyrirtæki hafa verið meðal framúrskarandi fyrirtækja frá upphafi samkvæmt Morgunblaðinu. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sammerkt að sýna stöðugleika í rekstri og uppfylla ákveðin skilyrði en aðeins 2% íslenskra fyrirtækja uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum árið 2018.