Mottuherðatré

Ungur og efnilegur vöruhönnuður, Sunna Ósk Þorvaldsdóttir, hefur gengið til liðs við Krabbameinsfélagið og átakið Mottumars með því að hanna og selja Mottuherðatré til styrktar átakinu. Mottuherðatrén eru úr mdf-efni og fáanleg í hvítu, svörtu og rauðbrúnu. Allur ágóði af herðatrjánum rennur til Krabbameinsfélagsins og Mottumars.

AXIS er stoltur stuðningsaðili átaksins og sprautaði Mottuherðatré Sunnu Óskar án endurgjalds.

Herðatrén eru fáanleg hjá Kraum, Dogma og Krabbameinsfélaginu. Í vefverslun Krabbameinsfélagsins er að finna fleiri vörur til styrktar átakinu. Unnt er að skoða hönnun Sunnu á heimasíðunni soskdesign.com og á Facebook.