AXIS hefur tekið í notkun nýja tækni við kantlímingu á PVC köntum á móti, melamíni, harðplasti og öðrum sambærilegum efnum. Tæknin byggist á því að í stað þess að bera lím á flötinn er kanturinn bræddur á við 600°C hita. Það gerir það að verkum að engin límfúga myndast á milli kantlímingar og flatar þannig að kantur og flötur verða ein heild. Þetta eykur gæði vörunnar til mikilla muna, lækkar verð auk þess sem þetta gerir fyrirtækinu kleift að bjóða upp á fjölbreyttara vöruúrval. AXIS húsgögn er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur tekið þessa nýju tækni í notkun.
Hér fyrir neðan má sjá myndir, fyrir og eftir tæknibreytingar.