Nýr starfsmaður AXIS

Sveinbjörg Gunnarsdóttir hefur hafið störf hjá AXIS sem hönnuður og sölufulltrúi. Sveinbjörg lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands og er hönnuður frá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Þá lá leið hennar í Háskólann í Reykjavík, þar sem hún lauk diplóma í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun.

Sveinbjörg hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu við ýmis skrifstofustörf sbr. bókhald, innkaup og innflutning, starfsmannamál svo eitthvað sé nefnt. Frá árinu 2007, hefur Sveinbjörg starfað við innréttingahönnun og tekið að sér ýmis verkefni því tengt. AXIS húsgögn býður Sveinbjörgu velkomna til starfa.