AXIS hefur tekið í notkun nýjan tölvufræsara. Fræsarinn er einn fárra fimm ása fræsara í landinu sem eykur verulega möguleika á flóknum fræsingum. Nýja vélin mun einnig auka afköst fyrirtækisins og halda framleiðslunni í hæsta gæðaflokki.
Fjárfestingin er liður í stefnu fyrirtækisins að bæta samkeppnishæfni þess á síbreytilegum markaði þar sem samkeppnisaðilar eru gjarnan stórir erlendir framleiðendur. Í þessum fasa hefur AXIS tekið í notkun nýja tækni við kantlímingu, nýja tölvustýrða plötusög, sjálfvirka vél til lakksprautunar, auk fyrrgreinds fræsara. Allt eru þetta hátæknivélar og með því fullkomnasta í heiminum á þessu sviði.