Jólastyrkur í stað jólakorta

AXIS styrkir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs fyrir jólin 2016 í stað þess að senda út jólakort.

Nefndin var stofnuð árið 1968 af Kvenfélagasambandi Kópavogs og starfar hún innan vébanda þess. Störf Mæðrastyrksnefndar eru unnin í sjálfboðavinnu og felast í því að úthluta mat, matarkortum, leikföngum, fatnaði og öðrum nauðsynjum til þeirra sem ekki ná endum saman.

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs sækir um styrki til fyrirtækja, ríkis, bæjarins og með annarskonar fjáröflun, ef þurfa þykir. Einnig veitir nefndin móttöku áheitum, gjöfum og minningargjöfum til eflingar starfsins.

Með þakklæti tekur nefndin á móti hreinum og snyrtilegum fatnaði, bæði á börn og fullorða, leikföngum, skóm, handklæðum, sængurfötum, ýmsum hlutum í eldhús og öðrum nauðsynjum.

Nánari upplýsingar um Mæðrastyrksnefnd Kópavogs er að finna  hér.

slider