ATHVARF / hljóðdempandi skilrúm

ATHVARF er nett vinnustöð gerð úr hljóðdempandi skilrúmum. Uppsetning er afar einföld – skilrúmin eru fest saman með rennilás, borðpötunni komið fyrir og vinnustöðin er tilbúin til notkunar.

ATHVARF hentar hvar sem er og getur staðið eitt sér eða raðast saman á margvíslegan hátt. Á skilrúmin er hægt að festa ýmsa aukahluti svo sem minnistöflu, hillur eða upphengi fyrir tölvuskjá.

Hönnuður: Sturla Már Jónsson, húsgagna- og innanhúsarkitekt.

Athvarf frá AXIS

Athvarf frá AXIS

Athvarf frá AXIS