Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður opnað innan skamms. Byggingin er 3500 m² að stærð með 56 fangaklefum og sérstakri deild fyrir kvenfanga og aðstöðu fyrir afplánun skemmri fangelsisrefsinga og vararefsinga.
Fangelsið er hannað með þeim hætti að hægt verður að stækka og minnka fangadeildir eftir þörfum sem gera mun nýtingu fangelsisins betri. Öll aðstaða fanga svo sem fyrir vinnu, nám, íþróttaiðkun og síðast en ekki síst aðstaða til heimsókna verður til fyrirmyndar. Áætlaður kostnaður við fangelsið er rúmlega 2 milljarðar króna.
AXIS smíðaði eldhúsinnréttingar, fataskápa, rúm, skrifboð og sérsmíðuð borð, hillur o.fl. í fangelsið.
Myndirnar hér fyrir neðan eru birtar með leyfi frá Fangelsismálastofnun ríkisins.