Stóll frá 1958

Stóll frá 1958

Einn af þeim stólum sem framleiddir voru af Axel Eyjólfssyni (AXIS) í ágúst 1958, kom í smávægilega viðgerð hjá AXIS á dögunum. Líma þurfti eitt horn á setu og lítur stóllinn mjög vel út í sinni upprunalegu mynd, 57 ára gamall. Á árunum 1950 til 1965 var mikið framleitt af stólum, borðum, borðstofusettum, skenkum og koffortum hjá AXIS. Axel Eyjólfsson stofnaði fyrirtækið á Akranesi árið 1935 og þegar umræddur stóll var framleiddur, þá var fyrirtækið staðsett í Skipholti í Reykjavík en flutti á áttunda áratugnum á Smiðjuveg í Kópavogi.

Hér fyrir neðan eru myndir af stólnum endingargóða.

Stóll frá 1958
Stóll frá 1958
Framleiddur af Axel Eyjólfssyni (AXIS) þann 22. október 1958.
Hér sést merking stólsins. Framleiddur af Axel Eyjólfssyni (AXIS) þann 22. október 1958.

 

Stóll frá 1958
Stóll frá 1958