AXIS framúrskarandi fyrirtæki skv. Creditinfo

AXIS er meðal 1% íslenskra fyrirtækja sem teljast framúrskarandi árið 2012 samkvæmt úttekt Creditinfo á Íslandi. Árin 2010 og 2011 var AXIS einnig meðal framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi.

Creditinfo hefur unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki fengu bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati félagsins m.v. ýmsar lykiltölur og breytur.

Af rúmlega 32 þúsund fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá sýna 358 fyrirtæki þann styrk í mælingum Creditinfo að verðskulda vottunina „Framúrskarandi fyrirtæki“. Vottun af þessu tagi þekkist víða erlendis en á stærri mörkuðum er algengara að skilyrði vottunar séu ekki eins ströng og ákveðið var að setja hér á landi.

Að mati Creditinfo er mikilvægara á litlum markaði að draga fram styrkleika fyrirtækja sem birtist í stöðugleika í rekstri fremur en niðurstöðum einstakra rekstrarára. Slíkar kröfur eru líklegri til að undanskilja sveiflukenndan árangur stærri eignarhalds og móðurfélaga en undirstrika frekar styrkleika fyrirtækja í virkri starfsemi sem standast ýmsar efnahagssveiflur.

Eftirfarandi upplýsingar eru lagðar til grundvallar á mati Creditinfo um hvort fyrirtæki uppfylli skilyrði styrkleikamatsins:

  • að hafa skilað ársreikningum til RSK 2009 til 2011
  • minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum
  • að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð
  • að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð
  • eignir séu 80 milljónir eða meira árin 2009 – 2011
  • að eigið fé sé 20% eða meira, rekstrarárin 2009 til 2011
  • að vera með skráðan framkvæmdastjóra og stjórnarmenn í hlutafélagaskrá
  • að vera virkt fyrirtæki skv. skilgreiningu Creditinfo

staðfesting

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimild:  http://www.creditinfo.is

 

Scroll to Top
AXIS
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.