AXIS í hópi 69 bestu

Aðeins 69 fyr­ir­tæki á Íslandi hafa í 10 ár verið meðal Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tækja öll árin. AXIS er þar á meðal. Í ár eru 10 ár síðan þessi vottun var tekin upp og í heildina hafa rúmlega 1.500 fyrirtæki komist á listann á þessum 10 árum en aðeins 69 fyrirtæki hafa verið á listanum öll 10 árin eins og áður segir.

Traustur rekstur og stöðugur er lykilatriði hvað þessa vottun varðar. Þegar vottunin fór fyrst fram árið 2010, þá voru það síðustu þrjú ár þar á undan sem metin voru í rekstri fyrirtækjanna og þar inni eru hrunárin þar sem mörg fyrirtæki voru að berjast í bökkum. Fyrsta árið voru fyrirtækin í heild 178 en hefur fjölgað ár hvert síðan, en staðið í stað síðustu þrjú ár.

Það er ákveðið gæðamerki að vera á þess­um lista og mörg fyr­ir­tæki eru stolt af árangrinum og starfs­menn þeirra einnig. Á meðfylgjandi mynd, má sjá Eyjólf Eyjólfsson, framkvæmdastjóra AXIS með viðurkenningarskjal í höndunum fyrir árangur síðustu 10 ára.

Sjá nánar á vef Creditinfo hér.

 

 

Eyjólfur Eyjólfsson, framkvæmdastjóri AXIS