Borgartún 28a

Borgartún 28a er fjölbýlishús með 20 íbúðum og einni Penthouse. Verslunarrými er á jarðhæð. Íbúðirnar eru bjartar og rúmgóðar.

Eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar, fataskápar og forstofuskápar eru frá AXIS. Innréttingarnar eru lakkaðar ljósgráar með djúpmattri áferð og hvítar á baðherbergjum.

Innréttingarnar eru hannaðar af Go Form / Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeiri Þórðarsyni sem eru húsgagna- og innanhússarkitektar frá Danmarks Designskole í Kaupmannahöfn.

Byggingaraðili er Fagtak, sem starfað hefur frá 1986. Borgartún 28a er áttunda fjölbýlishúsið sem AXIS innréttar fyrir Fagtak og hafa fyrirtækin átt í farsælu og góðu samstarfi frá árinu 2007.