AXIS smíðar í Hörpu tónlistarhús

AXIS hefur undanfarið verið með mörg verkefni í Hörpu tónlistarhús. Allar klæðningar í Eldborg, stærsta sal hússins eru unnar hjá AXIS en alls er um að ræða 3700 m² af krossvið sem var sniðin, eldvarin og bæsaður hjá AXIS og gefur salnum þennan fallega rauða blæ. AXIS sá jafnframt um allar hurðir í húsinu en þær eru alls nálægt 600 talsins. Auk þess sá AXIS um klósetskilrúm og hurðir í húsinu, vann lista í kanópiu og fleiri smærri verk, en ofangreint var allt unnið fyrir og í góðu samstarfi við ÍAV sem er aðalverktaki hússins.

AXIS tók jafnframt þátt í samkeppni rekstaraðila hússins um húsgögn og hlutu skrifstofuhúsgögnin frá AXIS flest stig dómnefndar sem bar saman útlit, gæði og verð. Það varð til þess að öll skrifstofuhúsgögn hússins voru smíðuð í AXIS.

AXIS hefur jafnframt komið að smíði ræðupúlta og miðasölustanda fyrir þær Kristínu Aldan og Helgu Sigurbjarnadóttur sem sigruðu samkeppni um hönnun húsgagna í almenningsrými Hörpunnar.

Harpan Eldborg