AXIS styrkir SOS Barnaþorpin

Frá árinu 2011 hefur AXIS tekið þátt í Fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna með mánaðarlegu framlagi.

Þau fyrirtæki sem þátt taka eru Skjólvinir SOS Barnaþorpanna og breyta lífum barna sem eiga á hættu að verða aðskilin frá foreldrum og fjölskyldu. Fjármunum frá Skjólvinum er varið til þess að styðja barnafjölskyldur í neyð í Gíneu Bissá, Bangladess, Kenía og Perú.

Markmið Fjölskyldueflingar SOS er að forða börnum frá aðskilnaði við illa stadda foreldra sína – og hjálpa foreldrunum að mæta þörfum barnanna. Hundruð þúsunda barna og fjölskyldur þeirra fá aðstoð í formi menntunar, heilsugæslu, ráðgjafar, barnagæslu og annarra þátta sem hjálpa þeim að yfirstíga erfiðleika og lifa betra lífi – saman sem fjölskylda.

 

2_logo_positive